• Verið velkomin á staðinn okkar á Víkurbraut 62, Grindavík
    Opið alla virka daga frá 8 - 17 - eldhúsið lokar 15
    og á laugardögum frá 11 - 17 - eldhúsið lokar 16:30
  • Við erum við hlið C á Keflavíkurflugvelli
    Eldbakaðar pizzur, samlokur, salöt og margt fleira
    Byrjaðu ferðalagið hjá okkur með hollum og góðum mat
  • Veisluþjónusta
    Ert þú að halda veislu, fund eða með saumaklúbb?
    Við erum með fjölbreytt úrval af smáréttum
    Þú segir tilefnið og við sjáum til þess að þínir gestir verði saddir og sælir
  • Fyrirtækjaþjónustan
    Við þjónustum fjölda fyrirtækja með hádegismatinn
    Fjölbreyttur, hollur, heimilislegur og bragðgóður matur
    sem eykur vellíðan starfsmanna í þínu fyrirtæki

Réttir vikunnar eru



hjá höllu


Víkurbraut 62, 240 Grindavík

Í byrjun árs 2016 opnuðum við nýjan stað að Víkurbraut 62 í heimabæ Höllu, Grindavík

Við erum með opið frá 08:00 til 17:00 alla virka daga, eldhúsið lokar klukkan 15:00 en hægt að fá samlokur, kökur og fleira úr kælinum til lokunar.
Á laugardögum er sérstakur helgarmatseðill og opið frá 11:00 til 17:00, og þá lokar eldhúsið 16:30.

Á veitingastaðnum okkar er hægt að velja sömu rétti og eru á vikumatseðlinum okkar.
Einnig erum við með fastan samlokuseðil ásamt úrvali af djúsum, bústum, grautum og fleiru girnilegu.
Fastur réttur á okkar matseðli er svo þorskhnakkinn vinsælli, beint frá Grindavíkurhöfn. Léttsaltaður og borinn fram með hnetusalsa, soyasmjöri og sætkartöflumús - þennan má ekki láta fram hjá sér fara.

hvað erum við að gera?

Heilsan okkar er það mikilvægasta sem við eigum. Að hlúa að heilsunni ætti að vera forgangsatriði hjá okkur öllum, þar spilar mataræðið stórt hlutverk. Að útbúa hollan mat getur reynst mörgum erfitt og tímafrekt, en þar viljum við hjálpa þér.
Við bjóðum upp á matarpoka sem dugar þér allan daginn svo þú þarft einungis að hugsa út í kvöldmatinn.

Matarpokinn inniheldur morgungraut eða búst, djús, millimál og eitthvað sætt með kaffinu, ásamt hádegismat að eigin vali.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat sem er unninn frá grunni hjá okkur með hágæða hráefnum. Með því að vinna allan mat frá grunni tel ég mig geta séð hvað ég set ofan í mig og aðra. Ég er ekki strangtrúuð þegar kemur að mat, vel bara besta hráefni sem völ er á hverju sinni og útiloka engar fæðutegundir. Ég minnka sykur og annan óþarfa í öllum kökuuppskriftum og nota á móti betri kosti eins og kókospálmasykur.

viðskiptavinir

hollt mataræði gerir starfsmanninn að enn betri starfsmanni og það vita m.a. eftirfarandi fyrirtæki

  • Trackwell
  • Airport Associates
  • Grindavíkurbær
  • Já
  • Express ehf
  • Landsbankinn