veisluþjónusta

Á sama tíma og það er ótrúlega skemmtilegt að halda veislur, getur það einnig verið rosalega tímafrekt og krefst mikils skipulags. Til þess að létta umstangið í kringum veisluhöldin bjóðum við upp á sérstaka veisluþjónustu, sem sparar bæði tíma og orku. Hægt er að velja á milli smárétta sem slá alltaf í gegn í góðra manna hópi.

Hér er það sem við bjóðum upp á:
- Miniborgarar. Með chillimæjó, okkar eigin nautaborgara, klettakáli og heimagerðri rauðlaukssultu. Verð: 520 kr.
- Rauðlaukssnittur. Með heimagerði rauðlaukssultu, fetaosti og balsamikediki. Verð: 410 kr.
- Briesnittur. Með heimagerðu pestó, hráskinku, brie osti, fersku basil og hunangi. Verð: 490 kr.
- Laxasnittur. Hvítlauksrispaðar með heimagerðu laxasalati. Verð: 490 kr.
- Nautasnittur. Með dionpiparrótarsósu, nautakjöti, capers pipar og parmesan osti. Verð: 490 kr.
- Geitaostsnitta. Með pestó, tómötum og geitaosti. Verð: 410 kr.
- Hægeldað naut með kasjúsamba. Verð: 490 kr.
- Súkkulaðidöðlukakka í krukku með karamellusósu. Verð: 390 kr.
- Kjúklingaspjót með satay sósu. Verð: 490 kr.
- Beikonvafin og gráðostafyllt daðla. Verð: 250 kr.
- Með rjómaost, rauðlaukssultu, reyktri bleikju og kóríander. Verð: 490 kr.
- Parmakex með geitaost og reyktri bleikju. Verð: 490 kr
- Vegansnitta. Verð: 490 kr
- Kokteilsnitta með rækjum, sinnepssósu og sítrónu. Verð: 520 kr.
- Pestómæjó samloka. Matmikill biti og ein af okkar vinsælustu samlokum. Verð: 490 kr.

Fyrir fulla máltíð mælum við með 12 bitum á mann.
Fyrir létta máltíð með öðrum mat eða sem forréttur mælum við með 4-6 bitum á mann.

Hentar þessi smáréttaseðill vel með samkomum af öllum gerðum, hvort sem það er útskrift, fundur eða brúðkaup. Til þess að panta eða fá frekari ráðleggingar um veitingarnar, endilega sendið línu á halla@hjahollu.is og við auðveldum þér vinnuna.
Salurinn
Fyrir veislur og fundi þá erum leigum við út veitingasalinn sjá veitingastaðurinn