hjá höllu


um okkur

Hjá höllu byrjaði sem halla @ heima árið 2012, þar sem Halla eldaði hollan og góðan mat fyrir nokkra einstaklinga, til þess að sýna þeim að það er hægt að borða eitthvað sem er gott fyrir heilsuna og líka gott á bragðið. Árið 2013 var kúnnahópurinn orðinn það stór að það krafðist betra húsnæðis. Þá fluttum við í Hafnarvigtina og keyptum bíl til að keyra út mat. Vegna eftirspurnar færðum við okkur yfir í fyrirtækja- og hópaþjónustu með góðum árangri. Þá var nafninu breytt í hjá höllu.

Eftir mikla velgengni í einstaklings- og fyrirtækjaþjónustu var næsta skrefið að opna veitingastað, sem gerðist í byrjun ársins 2016. Okkar helsta markmið með staðinn var að hafa hann sem heimilislegastan, svo fólki fyndist það vera í notalegu og rólegu umhverfi. Teljum við að okkur hafi svo sannarlega tekist það, því alls konar ólíkir hópar koma til okkar í hádegismat en allir fá sama viðmót og öllum líður eins og þau séu að koma heim í hádeginu.. Á veitingastaðnum okkar að Víkurbraut 62 í Grindavík bjóðum við upp á heimilislegan og hollan mat, sem er unninn frá grunni af fólki sem vinnur með hjartanu.

Aðaláhersla hjá höllu hefur alltaf verið að vinna með hvað kúnninn vill og hvað hann vantar, en að halda samt í okkar gildi; að hafa matinn hollan og heimilislegan. Hjá höllu velur hráefni sem eru í hágæðaflokki, lífræn og bragðgóð.

Hvað erum við að gera?

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat sem er unninn frá grunni hjá okkur með hágæða hráefnum. Með því að vinna allan mat frá grunni tel ég mig geta séð hvað ég set ofan í mig og aðra. Ég er ekki strangtrúuð þegar kemur að mat, vel bara besta hráefni sem völ er á hverju sinni og útiloka engar fæðutegundir. Ég minnka sykur og annan óþarfa í öllum kökuuppskriftum og nota á móti betri kosti eins og kókospálmasykur.