hádegismatur fyrirtækja

Um þjónustuna
Satt og sælt starfsfólk getur skipt sköpum fyrir vellíðan í starfi.
Með hádegismatnum frá Höllu fær starfsfólk hollan, næringarríkan og auðvitað einstaklega bragðgóðan mat sem unninn er frá grunni, án viðbættra aukaefna og sykurs.

Hægt er að fá hádegismatinn í einstaklingsbökkum annars vegar og stórum gastróbökkum hins vegar þar sem starfsfólk skammtar sér sjálft á disk. Lágmarksfjöldi er 10 manns.

Pöntunarkerfið
Fyrir gastrópantanir fær tengiliður fyrirtækisins tölvupóst með matseðlinum okkar og pantar í gegnum upplysingar@hjahollu.is

Fyrir pantanir í einstaklingsbökkum höfum við útbúið notendavænt pöntunarkerfi þar sem hver og einn pantar fyrir sig. Minnkar allt umstang við að safna saman einstaka pöntunum frá öllum í fyrirtækinu.
Öflugt skýrslutól okkar sendir síðan yfirlit yfir pantanir starfsmanna reglulega til þeirra sem sjá um bókhaldið, sem einfaldar mánaðarlega útreikninga svo um munar. Reikningur ásamt yfirliti er sendur mánaðarlega.

Verðlisti:
Súpa til fyrirtækja: 2.190.-
Léttir réttir (salat, grænmetisréttir, vegan): 2.890.-
Léttir réttir 10+: 2.600.-
Léttir réttir 20+: 2.500.-
Léttir réttir 30+: 2.400.-

Kjötréttir (fiskur, kjúklingur, kjöt): 3.200.-
Kjöt 10+: 2.990.-
Kjöt 20+: 2.800.-
Kjöt 30+: 2.690.-


Færri en 10 manns en langar samt í góðan mat?
Við erum með lágmark 10 manns fyrir pantanir. Við bendum þó litlum fyrirtækjum á að kíkja í sitt nærumhverfi; eru önnur fyrirtæki í byggingunni sem mögulega eru einnig að leitast eftir hollum og góðum hádegisverði? .
Fyrirtæki í sama húsnæði geta tekið höndum saman og pantað hjá okkur. Við skutlum matnum á einn stað og er hægt að óska eftir yfirliti hvað hver pantaði. Að sjálfsögðu eru reikningar aðskildir fyrir hvert fyrirtæki.

Athugið að hjá höllu áskilur sér þeim rétti að loka fyrir pantanir ef skammtar eru færri en 10.

Hvað er í matinn ?
Við breytum um matseðil vikulega og því er fjölbreytnin í fyrirrúmi.
Á matseðlinum er að finna súpu vikunnar, sælkerarétti (salat, grænmetisréttur, veganréttur, pizza eða vefja osfrv) og kjötrétti (kjúklinga-, kjöt- og fiskréttur)

Verð fer eftir flokki (súpa, sælkera- eða kjötréttur) og hvort pantað sé í einstaklings- eða gastróbökkum

Er fundur?
Við bjóðum upp á að græja gómsætar veitingar sem gleðja alla fundargesti. Hægt er að fá samlokubakka, morgungrauta, djúsa, ávaxtabakka, hafraklatta, sæta bita, svo fátt eitt sé nefnt. Sendu okkur þínar óskir og við reynum eftir bestu getu að komast til móts við þær.


Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við upplysingar@hjahollu.is eða í síma 896-5316